Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. janúar 2011 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Neil Warnock: Ég myndi kalla hann ræsisrottu en það væri móðgandi fyrir rotturnar
Diouf er ekki sá vinsælasti í enska boltanum.
Diouf er ekki sá vinsælasti í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock kallar ekki allt ömmu sína.
Neil Warnock kallar ekki allt ömmu sína.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, drullaði rækilega yfir sóknarmann Blackburn, El-Hadji Diouf, eftir leik liðanna í enska FA bikarnum. Þá sagðist hann meðal annars virða Diouf minna heldur en ræsisrottu.

QPR tapaði leiknum gegn Blackburn með einu marki gegn engu en eina mark leiksins skoraði David Hoilett.

Jamie Mackie, sóknarmaður QPR, meiddist alvarlega í leiknum eftir tæklingu frá Gael Givet. Mackie hafði þá brotnað á tveimur stöðum eftir tæklinguna og var borinn af velli á 31. mínútu leiksins.

Þegar verið var að bera Mackie útaf ákvað Diouf að hrauna yfir Mackie þar sem hann ásakaði leikmanninn meðal annars um leikaraskap en þetta athæfi Senegalans reitti Warnock heldur betur til reiði.

,,Mackie er stórkostlegur náungi, þess vegna var ég reiður þegar El-Hadji Diouf fór að drulla yfir hann. Allir í liðinu voru brjálaðir út í Diouf," sagði Warnock í sjónvarpsviðtali við Sky Sports.

,,Mackie fótbrotnaði eftir óþarfa tæklingu og stuttu síðar strunsaði Diouf að honum til að segja honum til syndanna. Diouf þurfti ekki að tala til Mackie eins og hann gerði.

,,Ég held að Diouf sé ræsislegur náungi. Ég ætlaði að kalla hann ræsisrottu, en nú átta ég mig á því að það gæti móðgað ræsisrotturnar. Mér finnst hann vera það lægsta sem hægt er að vera.

,,Ég býst ekki við því að hann verði hjá Blackburn mikið lengur því ég sé ekki hvernig Steve Kean getur þolað svona manneskju mikið lengur inni í búningsklefanum.

,,Ég held að hann verði látinn taka pokann sinn. Flott að losna við hann. Vonandi fer hann til útlanda, ég myndi allavega ekki sjá eftir honum."

banner
banner