banner
   fim 22. desember 2011 13:02
Magnús Már Einarsson
Guðjón Baldvinsson til Halmstad (Staðfest)
Guðjón Baldvinsson, framherji KR, hefur gengið til liðs við sænska félagið Halmstad en hann mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið í dag.

,,Halmstad orðið (staðfest). þakka öllum KR-ingum fyrir ómetanlegan tíma undanfarin tímbil, mín skemmtilegustu ár í fótboltanum hingað til," sagði Guðjón á Twitter síðu sinni í dag.

Guðjón æfði með Halmstad í haust en félögin hafa nú komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum auk þess sem hann sjálfur hefur náð samkomulagi við sænska félagið.

Guðjón skoraði átta mörk í 20 leikjum í Pepsi-deildinni þegar KR varð Íslandsmeistari í sumar.

Þessi 25 ára gamli leikmaður þekkir til í Svíþjóð eftir að hafa verið á mála hjá GAIS.

Halmstad endaði í neðsta sæti í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og mun því leika í næstefstu deild að ári.

Guðjón verður ekki eini Íslendingurinn hjá félaginu því Jónas Guðni Sævarsson fyrrum leikmaður KR og Keflavíkur hefur einnig leikið með Halmstad undanfarin tvö ár.
banner
banner
banner
banner