Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   lau 16. október 2004 11:35
Ljósmyndari kærir Edgar Davids
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ljósmyndari hafi kært Edgar Davids í kjölfar rifrildis sem áti sér stað í gærkvöldi. Davids sem leikur nú með Inter Milan var að koma út úr búð í frægu verslunarhverfi í Milanó þegar ljósmyndarinn tók mynd af honum.

Davids á þá að hafa reynt að taka myndavélina af honum með valdi og ýta svo hinum 48 ára gamla Mario Romano svo hann féll í jörðina. Ljósmyndarinn fór á spítala þar sem hlúð var að smávægilegum meiðslum hans áður en hann fór á lögreglustöðina og kærði Davids.

Slæm hegðun er ekkert nýtt fyrir Davids en hann var tekinn fastur fyrir Ölvun í London síðasta sumar og þá lenti hann einnig í slágsmálum við fyrrum félaga sinn hjá AC Milan þar sem hann bar fyrir sig sjálfsvörn.
Athugasemdir
banner