Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. ágúst 2017 14:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Alexis staddur í París - Á leið til PSG?
Alexis er í París
Alexis er í París
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, er staddur í París þessa stundina. Upp komst um það þegar hann var að svara tónlistarmanninum Richard Marx á Twitter.

Alexis er greinilega aðdáandi Marx og tísti á hann þegar hann birti myndband af sér að spila á Twitter. Marx svaraði honum að þeir þyrftu að syngja saman eitthvern daginn. Alexis svaraði um hæl og sagði að þeir gætu líka spilað fótbolta saman á Emirates vellinum.

Þegar hann tísti því birtist það með að hann væri að tísta frá París í Frakklandi. Það setti allt á hliðina á Twitter aðgangi hans og fór það svo að hann fjarlægði staðsetninguna úr tístinu.

Stóra spurningin er hvað Alexis er að gera í Frakklandi núna en hann lék ekki með Arsenal á föstudagskvöldið í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla í maga.

Upprunalega tístið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner