Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KFA kynnir Dodda Inga - „Hvalreki fyrir okkur"
Vann sex titla með Víkingi.
Vann sex titla með Víkingi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KFA tilkynnti í dag um komu Þórðar Ingasonar til félagsins. Markvörðurin skrifar undir samning sem gildir út tímabilið. KFA spilar í 2. deild sem hefst eftir rúma viku.

KFA samdi við ítalskan markvörð í vetur en Doddi, eins og hann er oftast kallaður, tekur hans sæti í hópnum og mun verja mark liðsins í sumar.

Fréttin um komu Dodda til KFA var mest lesna frétt gærdagsins hér á Fótbolta.net.

Tilkynning KFA

Þórður Ingason spilar með KFA í sumar!

Doddi, eins og hann er oftast kallaður, lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Þegar Doddi hætti hafði hann unnið urmul af bikurum með Víkingum, ásamt því að hafa leikið fyrir Fjölni, KR og BÍ/Bolungarvík í gegnum ferilinn.

Hanskarnir hafa verið teknir niður af hillunni góðu og kemur Doddi til með að spila með liðinu í sumar, en hann flytur austur og verður fyrir austan yfir sumarið.

Þvílíkur hvalreki fyrir okkur í KFA og Doddi kemur bara til með að styrkja liðið enn fremur fyrir átökin sem framundan eru í 2. deildinni.

Áfram KFA!


Athugasemdir
banner
banner
banner