Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. júlí 2018 13:21
Arnar Daði Arnarsson
Marko með slitið krossband - Langt í Juraj
Marko Nikolic leikmaður Keflavíkur.
Marko Nikolic leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Raggi Óla
Serbneski bakvörðurinn, Marko Nikolic verður ekkert meira með Keflavík í Pepsi-deildinni í sumar en hann er með slitið krossband. Þetta staðfesti Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur í samtali við Fótbolta.net í dag.

Marko gekk í raðir Keflavíkur frá Huginn fyrir tímabilið 2017 en hann kom til landsins fyrir tímabilið 2012. Hann lék alla leiki Keflavíkur í Inkasso-deildinni í fyrra en náði aðeins sjö leikjum í sumar áður en hann meiddist.

Keflavík sem er í erfiðum málum á botni Pepsi-deildarinnar hefur lent í miklum meiðsla vandræðum í sumar. Kantmaðurinn, Juraj Grizelj lék síðasta leik sinn með Keflavík í upphafi júní mánaðar. Eysteinn Húni segir að enn sé langt í að hann geti spilað á nýjan leik.

Eysteinn Húni er þó bjartsýnni á að Daninn Lasse Rise geti farið að spila á næstunni. Þeir búist þó ekki við honum í næsta leik gegn Grindavík 23. júlí.

Lasse Rise hefur spilað sjö leiki fyrir Keflavík í sumar gæti náð leiknum gegn KR 30. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner