Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. júlí 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elías Már spáir í leiki 13. umferðar í Pepsi-deildinni
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Elías Már er fyrrum leikmaður Keflavíkur en hann spáir sigri Grindavíkur á morgun.
Elías Már er fyrrum leikmaður Keflavíkur en hann spáir sigri Grindavíkur á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir var með tvo rétta þegar hún spáði í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Í dag er leikið í 13. umferðinni og eru fimm leikir á dagskrá. Elías Már Ómarsson, framherji IFK Göteborg í Svíþjóð, spáir í leiki í umferðarinnar að þessu sinni. Elías Már er að fara að spila í dag í sænsku úrvalsdeildinni gegn Sirius og hefst sá leikur klukkan 15:30.

Elías er fyrrum leikmaður Keflavíkur en á morgun er Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Grindavíkur.



Fjölnir 1 - 1 ÍBV (klukkan 14:00 í dag)
Ég held þetta verði 1-1 jafntefli, liðin eru jöfn á stigum í tíunda og níunda sæti og þurfa bæði lið á þremur stigum að halda en þau fara bæði með einn punkt úr þessum leik.

Valur 2 - 0 Víkingur R. (klukkan 16:00 í dag)
Valur er hrikalega sterkt lið eins og þeir sýndu á móti Rosenborg þar sem þeir spiluðu mjög vel og unnu fyrri leikinn. Þannig að ég held að þeir munu taka Víkingana 2-0.

KA 2 - 1 Fylkir (klukkan 17:00 í dag)
Fylkir þarf á sigri að halda þar sem þeir eru næst neðstir í deildinni. KA er þar rétt fyrir ofan og mun ekki tapa á heimavelli. Ásgeir Sigurgeirs hefur verið flottur og gerir eitt mark fyrir KA.

KR 2 - 2 Stjarnan (klukkan 17:00 í dag)
Þetta verður skemmtilegur leikur. Stjarnan mun vilja hefna sín frá fyrri leiknum þar sem KR vann, en ég held þessi leikur endi með jafntefli. Pálmi Rafn skorar annað markið fyrir KR og svo mun Hilmar Árni, sem er búinn að vera hrikalega heitur í sumar, setja eitt fyrir Stjörnuna.

Breiðablik 2 - 1 FH (klukkan 19:15 í kvöld)
Blikar hafa verið öflugir í sumar og munu taka þennan leik. Steven Lennon skorar fyrir FH og Thomas Mikkelsen fyrir Blika. Svo skorar Oliver aftur úr aukaspyrnu og tryggir Breiðablik sigurinn.

Grindavík 3 - 2 Keflavík (klukkan 19:15 á morgun)
Mínir menn í Keflavík hafa ekki náð sér á strik í sumar - því miður, og hafa enn ekki unnið leik á meðan Grindavík hefur spilað ágætlega og siglir um miðja deild. Þetta er nágrannaslagur og bæði lið vilja vinna, en ég held að Grindavík taki þennan leik.

Ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

Fyrri spámenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir

Sjá einnig:
Kári Árna og Ólafur Ingi komnir í Draumaliðsdeildina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner