Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 17. október 2018 08:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal klikkaði á því að setja klásúlu í samning Zaha
Zaha fór ungur að árum til Man Utd.
Zaha fór ungur að árum til Man Utd.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha er í dag einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Þessi sóknarleikmaður er uppalinn hjá Crystal Palace en hann var keyptur til Manchester United árið 2013. Hann náði ekki að standast væntingarnar hjá Man Utd og var seldur aftur til Palace árið 2015. Þar hefur hann slegið í gegn.

Líklega er ekki einn leikmaður jafnmikilvægur fyrir sitt lið í ensku úrvalsdeildinni og Zaha.

United seldi Zaha fyrir 3 milljónir punda en klikkaði á því að setja klásúlu í samning hans sem myndi gera félaginu kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð.

Í frétt Manchester Evening News kemur fram að Louis van Gaal, þáverandi stjóri Man Utd, hafi talið það óþarfi að setja slíka klásúlu í samning Zaha.

Til þess að kaupa Zaha í dag þyrfti félag líklegast að borga í kringum 70 milljónir punda.

Síðustu ár hefur Man Utd selt leikmenn eins og Memphis Depay og Adnan Januzaj og ekki klikkað á því að setja klásúlu sem gerir liðinu kleift að kaupa þá fyrir fyrirframsamda upphæð.

Sjá einnig:
Zaha útskýrir hvers vegna dvöl hans hjá United mislukkaðist
Athugasemdir
banner
banner