Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. nóvember 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulegur árangur hjá Lagerback
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er að ná flottum árangri með norska landsliðið í fótbolta.

Þessi fyrrum landsliðsþjálfari Íslands stýrði Noregi til 2-0 sigurs gegn Kýpur á útivelli í kvöld. Noregur vann þar með riðil sinn í C-deild Þjóðadeildarinnar og mun spila í B-deild næst.

Lagerback náði mögnuðum árangri með Íslandi og nú er hann að gera svipaða hluti með Noreg.

Norska landsliðið var á vondum stað þegar Lagerback tók við en hann hefur reist það upp.

Hann var hógvær, eins og hann er vanalega, eftir sigur Noregs á Kýpur í kvöld. Hann gaf leikmönnum sínum heiðurinn.

Á vefsíðu VG segir að Lagerback sé búinn að leggja góðan grunn að framtíð norska landsliðsins. Árið 2018 var sögulegt að mörgu leyti fyrir Noreg og Lagerback. Árangurinn (2,5 stig að meðaltali í leik) er sá besti frá árinu 1929 og aldrei hefur landsliðsþjálfari í Noregi verið með eins gott sigurhlutfall og Lagerback árið 2018, 80%.

Frábær árangur hjá Lagerback. Það verður spennandi að sjá hvort honum takist að koma Norðmönnum á sitt fyrsta stórmót síðan 2000. Undankeppni EM er á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner