Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. apríl 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso: 4. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Víkingur Ó. 184 stig
5. Þróttur R. 133 stig
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

4. Víkingur Ó.
Lokastaða í fyrra: Eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni tímabilið 2017 léku ÓlafsVíkingar í Inkasso-deildinni í fyrra. Þar endaði liðið í 4. Sæti deildarinnar með 42 stig, sex stigum á eftir ÍA og HK sem fóru upp.

Þjálfarinn: Ejub Purisevic fer inn í enn eitt tímabilið sem þjálfari Víkings Ólafsvíkur. Ejub hefur verið við stjórnvölinn í Ólafsvík meira og minna frá aldamótum, fyrir utan eitt tímabil sem hann tók sér hlé árið 2009.

Styrkleikar: Þrátt fyrir gríðarlegan missi í sterkum leikmönnum er liðið enn með sterka leikmenn innanborðs. Ólsarar hafa fengið til sín fjóra erlenda leikmenn. Liðið er erfitt heim að sækja og tapar fáum stigum á heimavelli. Ejub kann svo sannarlega að ná því besta út úr sínum mannskap eins og hann hefur margoft sýnt.

Veikleikar: Miklar breytingar hafa orðið í Ólafsvík frá síðasta tímabili eins og sést í listanum hér að neðan. Liðið hefur misst tvo lang markahæstu leikmenn liðsins frá síðasta tímabili auk leikmanna sem skoruðu minna. Það gæti reynst erfitt fyrir Ólafsvík að púsla nýju liði saman þrátt fyrir að vera með kraftaverkarmann í brúnni. Liðið tapaði 6-2 í fyrstu umferð bikarkeppninnar gegn 4. deildarliði Úlfanna tveimur vikum fyrir mót og hringdi það viðvörunarbjöllum.

Lykilmenn: Harley Willard, Grétar Snær Gunnarsson og Emmanuel Eli Keke.

Gaman að fylgjast með: Bjartur Bjarmi Barkarson. Virkilega spennandi leikmaður sem hefur verið að spila með U16 og U17 landsliðinu. Hefur mest verið að spila sem bakvörður og kantmaður.

Komnir:
Franko Lalic frá Bosníu/Hersegóvínu
Grétar Snær Gunnarsson frá FH
Harley Willard frá Kambodíu
Sallieu Tarawallie frá Sierra Leone
Martin Kuittinen frá Portúgal
Kristófer Reyes frá Fram
Jacob Andersen frá Egersund

Farnir:
Ástbjörn Þórðarson í KR (var á láni)
Francisco Marmolejo Mancilla
Gonzalo Zamorano í ÍA
Guyon Philips
Ingibergur Kort Sigurðsson í Fjölni (var á láni)
Jesus Alvarez Marin til Spánar
Nacho Heras
Kwame Quee í Breiðablik
Sasha Litwin Romero til Spánar
Francisco Marmolejo Mancilla í Víking R.

Fyrstu þrír leikir Víkings Ó.
5. maí Víkingur Ó. - Grótta
11. maí Haukar - Víkingur Ó:
17. maí Þróttur R. - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner