Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fim 13. júní 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Götze silkislakur þrátt fyrir kjaftasögur
Mario Götze, leikmaður Borussia Dortmund, hefur verið orðaður við Arsenal og fleiri félög í sumar en hann á ár eftir af samningi sínum.

Forráðamenn Dortmund segjast vanir því að Götze sé orðaður við önnur félög en eru bjartsýnir á að hann geri nýjan samning.

Sjálfur segist Götze ekki vera að stressa sig.

„Ég er alltaf að heyra einhverjar kjaftasögur, þær koma upp á hverju ári. Allir eru með sitt verð og félagið þarf að ákveða það," sagði Götze við þýska fjölmiðla.

„Ég á ár eftir af mínum samningi og mér líður vel hérna. Ég er mjög rólegur. Ég hef alltaf einbeitt mér að því sem ég get gert og það hefur reynst mér vel."
Athugasemdir
banner
banner