Norski kantmaðurinn Oscar Bobb gæti yfirgefið Manchester City í janúar. Pep Guardiola telur sig ekki hafa þörf á honum eftir að Antoine Semenyo skrifar undir samning.
Bobb er 22 ára landsliðsmaður Noregs sem hefur komið við sögu í 15 leikjum með Man City á tímabilinu. Hann er ekki hátt í goggunarröð Pep Guardiola þjálfara og er tilbúinn til að skipta um félag í leit að meiri spiltíma.
Borussia Dortmund er sagt leiða kapphlaupið um Bobb en ýmis önnur félög víða um Evrópu eru að sýna honum áhuga.
Bobb hefur í heildina komið að 7 mörkum í 47 keppnisleikjum með Man City.
Athugasemdir


