Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 23:54
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Ekkert vandamál með Emery
Rice vonandi klár um helgina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta þjálfari Arsenal var kampakátur eftir frábæran sigur á heimavelli í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal trónir á toppinum og fékk Aston Villa í heimsókn í kvöld. Gestirnir voru á fleygiferð með 11 sigra í röð í öllum keppnum þar til þeir heimsóttu Emirates og töpuðu 4-1.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik refsuðu heimamenn í liði Arsenal gestunum fyrir mistök og vafasaman varnarleik. Lærlingar Arteta skoruðu fjögur mörk til að innsigla sigurinn.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn toppbaráttuliði og ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við vorum að skapa okkur færi og nýtingin í seinni hálfleiknum var virkilega góð. Ég verð að hrósa strákunum fyrir þennan sigur, við vorum að spila gegn verulega öflugum andstæðingum," sagði Arteta.

„Við höfum verið duglegir að skapa færi í síðustu leikjum og loksins nýtum við þau. Strákarnir nýttu færin sín vel til að tryggja þennan sigur en færanýtingin hefur verið eitt af okkar stærstu vandamálum."

Brasilísku nafnarnir Gabriel Magalhaes og Jesus komu báðir við sögu í dag og hrósaði Arteta þeim í hástert og þá sérstaklega miðverðinum sem stóð sig vel í að hafa hemil á Ollie Watkins - auk þess að skora fyrsta mark leiksins.

Arteta var einnig spurður út í Unai Emery, þjálfara Aston Villa, sem rauk af velli án þess að taka í höndina á samlanda sínum og kollega.

„Þetta er ekkert vandamál fyrir mig, ég get skilið þetta."

Arteta var að lokum spurður út í Declan Rice sem var utan hóps vegna meiðsla.

„Ég held að hann geti verið klár í slaginn um helgina. Ef bólgan hjaðnar á næstu dögum þá verður hann með. Það jákvæða við öll þessi meiðslavandræði er að liðið er að standa sig mjög vel þrátt fyrir virkilega mikilvægar fjarverur og síaukna þreytu og leikjaálag."

Arsenal heimsækir Bournemouth um helgina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir