Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   mið 31. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Aubameyang úr leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikir í riðlakeppni Afríkukeppninnar fara fram í dag og í kvöld þar sem nokkrar stórþjóðir mæta til leiks.

Í E-riðli eru Alsíringar öruggir með toppsætið en Súdan spilar úrslitaleik við Búrkína Fasó um annað sætið.

Súdan og Búrkína Fasó eru bæði örugg upp úr riðlinum en það á eingöngu eftir að ákvarða hvort liðið endar í öðru sæti og hvort í því þriðja.

Í F-riðli eru Kamerún, Fílabeinsströndin og Mósambík komin áfram en eru enn að berjast um toppsætin þrjú. Eitt stig skilur liðin að í baráttunni um efsta sæti.

Pierre-Emerick Aubameyang, Mario Lemina og félagar í landsliði Gabon eru úr leik.

Leikir dagsins
16:00 Miðbaugs-Gínea - Alsír
16:00 Súdan - Búrkína Fasó
19:00 Gabon - Fílabeinsströndin
19:00 Mósambík - Kamerún
Athugasemdir
banner
banner