Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   mið 31. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kiwior með magnaða tölfræði hjá Porto
Kiwior líður vel hjá stórveldi FC Porto.
Kiwior líður vel hjá stórveldi FC Porto.
Mynd: EPA
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior leikur með FC Porto á láni frá Arsenal og hefur verið einn af allra bestu leikmönnum liðsins á fyrri hluta tímabils.

Kiwior er 25 ára gamall og ekki var pláss fyrir hann í ógnarsterkum leikmannahópi Arsenal. Piero Hincapié og Riccardo Calafiori eru meðal leikmanna sem geta spilað svipað hlutverk og Kiwior var ætlað í varnarlínunni.

Kiwior á tvö og hálft ár eftir af samningi við Arsenal en mjög miklar líkur eru á að Porto festi kaup á leikmanninum.

Lykiltölfræði Kiwior hjá Porto er sú að enginn andstæðingur er búinn að leika á hann það sem af er tímabils í portúgölsku deildinni.

Kiwior er ekki enn búinn að fá gult spjald í deildinni og er að brjóta af sér 0,4 sinnum á leik að meðaltali.

Arsenal borgaði rúmlega 20 milljónir evra til að kaupa Kiwior úr röðum Spezia sumarið 2023 og græðir nokkrar milljónir á að selja hann til Porto.
Athugasemdir
banner