Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. ágúst 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo og Cengiz framlengja við Roma
Nicolo Zaniolo.
Nicolo Zaniolo.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn tvítugi Nicolo Zaniolo framlengdi samningi sínum við Roma til 2024. Hann fær umtalsverða launahækkun.

„Það var auðvelt fyrir mig að velja Roma fyrir ári síðan og það var enn auðveldari ákvörðun að framlengja eftir að hafa orðið ástfanginn af treyjunni og borginni," segir Zaniolo.

Ítalski landsliðsmaðurinn kom frá Inter í fyrra en á sínu fyrsta tímabili með Roma skoraði hann sex mörk og átti tvær stoðsendingar í 36 leikjum.

Þá hefur tyrkneski landsliðsmaðurinn Cengiz Under gert nýjan samning við Roma til 2022. Þessi 22 ára leikmaður var orðaður við Everton og Bayern München í sumar en framtíð hans er hjá Roma.

Roma hafnaði í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili og leikur í Evrópudeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner