29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 15. ágúst 2019 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Damir: Ég er eiginlega bara orðlaus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic var að vonum ósáttur eftir 3-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi R. í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Damir var orðlaus eftir leikinn og taldi Víkingana verðskulda sigurinn.

„Ég er eiginlega bara orðlaus, ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er mjög svekktur. Mér fannst þeir bara betri í leiknum," sagði Damir að leikslokum.

„Okkur vantaði meiri greddu, vilja og ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira."

Blikar töpuðu úrslitaleiknum í fyrra og vildu ólmir fá annað tækifæri til að hampa titlinum.

„Sá leikur sat lengi í mér. Það hefði verið draumur að fara aftur í úrslitaleikinn í ár."

Nú þurfa Blikar að einbeita sér að deildarbaráttunni. Þar er liðið í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði KR þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner