Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
banner
   fim 15. ágúst 2019 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Damir: Ég er eiginlega bara orðlaus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic var að vonum ósáttur eftir 3-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi R. í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Damir var orðlaus eftir leikinn og taldi Víkingana verðskulda sigurinn.

„Ég er eiginlega bara orðlaus, ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er mjög svekktur. Mér fannst þeir bara betri í leiknum," sagði Damir að leikslokum.

„Okkur vantaði meiri greddu, vilja og ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira."

Blikar töpuðu úrslitaleiknum í fyrra og vildu ólmir fá annað tækifæri til að hampa titlinum.

„Sá leikur sat lengi í mér. Það hefði verið draumur að fara aftur í úrslitaleikinn í ár."

Nú þurfa Blikar að einbeita sér að deildarbaráttunni. Þar er liðið í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði KR þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner