Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. september 2019 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Kósóvó skoraði eftir 35 sekúndur
Valon Berisha skoraði fyrir Kósóvó
Valon Berisha skoraði fyrir Kósóvó
Mynd: EPA
Enska landsliðið fékk skell strax í upphafi leik gegn Kósóvó í undankeppni Evrópumótsins en Valon Berisha skoraði eftir aðeins 35 sekúndur.

Kósóvó hefur ekki tapað í síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið fór vel af stað gegn Englandi í kvöld.

Boltinn barst niður í vörnina og Berisha pressaði á Michael Keane en hann sendi hann á mótherja, sem lagði boltann út á Berisha og skoraði hann örugglega.

Aðeins 35 sekúndur! Raheem Sterling er þó búinn að jafna metin fyrir England og enska liðið því fljótt að bregðast við. Keane átti einmitt stoðsendinguna.

Hægt er að sjá markið hjá Berisha hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner