Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 12. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Wenger ekki sannfærður um Manchester United
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er alls ekki sannfærður um lið Manchester United og segir að það geti ekki barist um Englandsmeistaratitilinn í vetur.

„Þegar þú horfir á Man Utd þá er þetta dæmi um lið sem hefur hæfileika en þeir hafa ekki fundið leið til að vinna saman með þá," sagði Wenger í viðtali við beIN Sports.

„Kannski eru þessir leikmenn ekki nægilega þroskaðir til að bera uppi lið eins og Man United. Það er spurningamerkið núna."

„Þú færð á tilfinninguna að það sé eitthvað að gerast en þetta er samt ekki að ganga. Þegar þú horfir á þá spila þá eru þeir ekki að fara að berjast um enska meistaratitilinn."

„Munu þeir endurtaka það sem (Ryan) Giggs, (Paul) Scholes, (David) Beckham gerðu í mörg ár? Persónulega er ég ekki sannfærður."

Athugasemdir
banner
banner