Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Wenger ekki sannfærður um Manchester United
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er alls ekki sannfærður um lið Manchester United og segir að það geti ekki barist um Englandsmeistaratitilinn í vetur.

„Þegar þú horfir á Man Utd þá er þetta dæmi um lið sem hefur hæfileika en þeir hafa ekki fundið leið til að vinna saman með þá," sagði Wenger í viðtali við beIN Sports.

„Kannski eru þessir leikmenn ekki nægilega þroskaðir til að bera uppi lið eins og Man United. Það er spurningamerkið núna."

„Þú færð á tilfinninguna að það sé eitthvað að gerast en þetta er samt ekki að ganga. Þegar þú horfir á þá spila þá eru þeir ekki að fara að berjast um enska meistaratitilinn."

„Munu þeir endurtaka það sem (Ryan) Giggs, (Paul) Scholes, (David) Beckham gerðu í mörg ár? Persónulega er ég ekki sannfærður."

Athugasemdir
banner
banner