Líklegt er talið að Antoine Semenyo leiki sinn síðasta leik fyrir Bournemouth annað kvöld, þegar liðið tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Semenyo, sem hefur verið frábær á tímabilinu, er með 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem hægt er að virkja fyrstu tvær vikur ársins.
Enskir fjölmiðlar segja Semenyo á leið til Manchester City og Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, viðurkennir að á morgun verði líklega síðasti leikurinn.
„Ég held að þetta gæti verið hans síðasti leikur með okkur. Það er mín persónulega tilfinning en það er ekki búið að ganga frá neinu. Eins og ég skil markaðinn og umræðuna þá er þetta bara það sem ég held," segir Iraola.
„Akkúrat núna er hann okkar leikmaður og ég vona að það verði þannig áfram. Það er nánast ómögulegt að fylla hans skarð að öllu leyti."
Semenyo, sem hefur verið frábær á tímabilinu, er með 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem hægt er að virkja fyrstu tvær vikur ársins.
Enskir fjölmiðlar segja Semenyo á leið til Manchester City og Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, viðurkennir að á morgun verði líklega síðasti leikurinn.
„Ég held að þetta gæti verið hans síðasti leikur með okkur. Það er mín persónulega tilfinning en það er ekki búið að ganga frá neinu. Eins og ég skil markaðinn og umræðuna þá er þetta bara það sem ég held," segir Iraola.
„Akkúrat núna er hann okkar leikmaður og ég vona að það verði þannig áfram. Það er nánast ómögulegt að fylla hans skarð að öllu leyti."
Meiðslalistinn lengist
Þá hefur Bournemouth misst hollenska landsliðsmanninn Justin Kluivert á meiðslalistann en hann þarf að gangast undir aðgerð á hné. Tyler Adams og Ben Gannon-Doak voru fyrir á þeim lista.
Kluivert lék í sex af átta leikjum Hollands í undankeppni HM en hollenska liðið hefur leik á HM gegn Japan þann 14. júní.
Bournemouth situr í fimmtánda sæti ensku deildarinnar.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 21 | 13 | 4 | 4 | 45 | 19 | +26 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Brentford | 21 | 10 | 3 | 8 | 35 | 28 | +7 | 33 |
| 6 | Chelsea | 21 | 8 | 8 | 5 | 34 | 23 | +11 | 32 |
| 7 | Man Utd | 21 | 8 | 7 | 6 | 34 | 31 | +3 | 31 |
| 8 | Sunderland | 21 | 7 | 9 | 5 | 21 | 22 | -1 | 30 |
| 9 | Newcastle | 21 | 8 | 5 | 8 | 29 | 26 | +3 | 29 |
| 10 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 11 | Fulham | 21 | 8 | 5 | 8 | 29 | 30 | -1 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Tottenham | 21 | 7 | 7 | 7 | 30 | 26 | +4 | 28 |
| 14 | Crystal Palace | 21 | 7 | 7 | 7 | 22 | 23 | -1 | 28 |
| 15 | Leeds | 21 | 6 | 7 | 8 | 28 | 34 | -6 | 25 |
| 16 | Bournemouth | 21 | 5 | 9 | 7 | 33 | 40 | -7 | 24 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | Burnley | 21 | 4 | 3 | 14 | 21 | 39 | -18 | 15 |
| 19 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir



