Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jakob Gunnar Sigurðsson (Lyngby/KR)
Spilar með U19 liði Lyngby í Danmörku og hefur skorað tíu mörk í U19 dieldinni í vetur.
Spilar með U19 liði Lyngby í Danmörku og hefur skorað tíu mörk í U19 dieldinni í vetur.
Mynd: Lyngby
Jakob vildi sérstaklega að þessi mynd yrði birt.
Jakob vildi sérstaklega að þessi mynd yrði birt.
Mynd: Breiðablik
Alli Jói þjálfaði Jakob hjá Völsungi.
Alli Jói þjálfaði Jakob hjá Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Ernir frábær í klefanum.
Eysteinn Ernir frábær í klefanum.
Mynd: Selfoss
Besti andstæðingurinn.
Besti andstæðingurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markakóngur í 2. deild 2024.
Markakóngur í 2. deild 2024.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Væri til í að fá Kolbein Nóa til Danmerkur.
Væri til í að fá Kolbein Nóa til Danmerkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Gunnar er framherji sem er á láni hjá danska félaginu Lyngby frá KR. Hann hefur leikið vel í Danmörku, er næstmarkahæstur í U19 deildinni og danska félagið hefur áhuga á því að fá hann alfarið til sín.

Unglingalandsliðsmaðurinn er uppalinn í Völsungi, lék með KR veturinn 2024-25 áður en hann var svo lánaður í Þrótt fyrri hluta tímabilsins. Í kjölfarið fór hann út til Danmerkur. Hann var markakóngur í 2. deild tímabilið 2024 þegar Völsungur tryggði sér sæti í Lengjudeildinni. Í dag sýnir Jakob á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jakob Gunnar Sigurðsson

Gælunafn: Kobbi eða Kobbari

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var á móti Dalvík/Reyni, ég skoraði og lagði síðan upp seinna í leiknum. Staðan var 2-2 þegar ég fór útaf og leikurinn endar í 5-2 tapi. Skrýtið.

Uppáhalds drykkur: Íslenska vatnið

Uppáhalds matsölustaður: Subway

Uppáhalds tölvuleikur: Prime Fortnite er insane leikur en fyrstu tveir mánuðirnir af Fifa er alltaf bestur

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football og svo er FM95Blö á góðum degi frábært líka.

Uppáhalds samfélagsmiðill: X-ið

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ætli það sé ekki bara Moodle vegna þess að maður er í fjarnámi.

Fyndnasti Íslendingurinn: Aron Bjarki Kristjánsson frændi minn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Ertu búinn að græja þer rafræn?" græja þessi skilríki!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Magni.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hallgrímur Mar.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Alli Jói.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Orri Almarsson, reyndar eina skipti sem ég mætti honum fiskaði ég rautt a hann. Hann var víst ekki sáttur eftir það og hleypur að bekknum okkar og ætlar að fara taka eitthvað í Steinþór, pottþétt toppmaður samt.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Sæþór Olgeirs og Hafrún Olgeirs.

Sætasti sigurinn: 2-2 jafntefli á móti Vogunum í næst síðustu umferð í 2. deildinni. Jöfnum á 95. og þurfum þá bara að vinna síðasta til að komast upp. Þó það var ekki "sigur" þá var það samt sigur fyrir okkur. 8-3 á móti KFA til að tryggja okkur upp fær líka shout.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki skorað eitt mark enn í 2. deild og geta átt metið frekar en að deila því.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki Kolbein Nóa til mín.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Alexander Rafn Pálmason og Auður Ósk Kristjánsdóttir.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Jónatan Guðni Arnarsson!

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Hrafnhildur Salka

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Viktor Gyokeres, Mohamed Elneny, Messi. Í þessari röð

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Óþolandi að dómarar ráða hvenær það er spjaldað fyrir dýfu, og svo eru "hættuspörkin" óþolandi líka, fjarlægja það!

Uppáhalds staður á Íslandi: Húsavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Árið 2023 var ég ekki búinn að spila neinn leik með 3. flokki og spyr Alla Jóa hvort ég geti tekið einn leik með þeim. Fer útaf eftir svona 3 mínútur í leiknum, handleggsbrotinn.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila með lága sokka, kannski ekki hjátrú samt.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Pílan í des, handbolti í jan.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bleikum Nike Mercurial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Textíl sennilega. Áhugi 0.

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það sé ekki þegar ég byrja á bekknum hjá Þrótti á móti Völsungi. Og bara 80% af tímanum hjá Þrótti.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Aron Bjarka Kristjánsson leikmann Völsungs og Arsenal maður, Viktor Gyokeres og Declan Rice mættu koma líka. Sögulegt matarboð og stóru málin yrðu rædd.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Eysteinn Ernir í yngri landsliðunum hefur verið yfirburða bestur.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi sennilega henda Daniel Inga í Love Island, finna konu fyrir strákinn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með misstór eyru.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gabriel Snær Hallsson er hryllilega óspennandi og leiðinlegur gæi.

Hverju laugstu síðast: Spurningunni fyrir ofan, Gabbi er kóngurinn.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup an bolta.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Guðmar Gauta hvernig hann viðheldur þessu þykka svarta hári.
Athugasemdir
banner
banner