Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 14:40
Kári Snorrason
Maresca tjáir sig í fyrsta sinn eftir viðskilnaðinn - „Skiljið við heiminn á betri stað en þið komuð að honum“
Maresca var stjóri Chelsea í eitt og hálft ár.
Maresca var stjóri Chelsea í eitt og hálft ár.
Mynd: EPA
Enzo Maresca hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hafa skilið við Chelsea. Þar segir hann vera með innri ró eftir að hafa skilið við Chelsea á betri stað en þegar hann tók við liðinu.

Færsluna birti hann á samfélagsmiðlinum Instagram og ber yfirskriftina: Skiljið við heiminn á betri stað en þið komuð að honum.

Þá nefnir hann að þegar hann hóf störf hafi félagið verið í forkeppni Sambandsdeildarinnar en nú er liðið Heimsmeistari félagsliða, Sambandsdeildameistarar og í Meistaradeildinni.

Færsla Maresca í heild sinni:
Skiljið við heiminn á betri stað en þið komuð að honum

Ferðalag mitt með Chelsea hófst í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ég kveð með innri ró, vitandi að ég skil eftir mig stórt og virt félag þar sem það á heima.

Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn síðustu 18 mánuði. Stuðningurinn var lykilatriði í að tryggja sæti í Meistaradeildinni, vinna Sambandsdeildina og í því að sigra heimsmeistaramót félagsliða. Þetta eru sigrar sem munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.

Sérstakar þakkir fá allir leikmennirnir sem voru með mér á þessu frábæra ferðalagi. Ég óska öllum þeim sem deildu með mér hverri einustu stund góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og í framtíðinni.

Takk fyrir, Chelsea, frá mér og fjölskyldu minni.



Athugasemdir
banner
banner