Guðmundur Magnússon er án félags eftir að hann rifti samningi sínum við uppeldisfélagið Fram í upphafi árs.
Guðmundur, sem er 34 ára framherji, hefur verið orðaður við sitt gamla félag Grindavík. Sjálfur segir hann þó ekki hafa heyrt frá neinum úr félaginu fyrir utan Damir Muminovic, leikmann liðsins.
Guðmundur lék á láni með Breiðabliki síðari hluta tímabils og var hann þar liðsfélagi Damirs. Samningur Damirs við Breiðablik rann út eftir tímabil og gekk hann til liðs við Grindavík.
Guðmundur, sem er 34 ára framherji, hefur verið orðaður við sitt gamla félag Grindavík. Sjálfur segir hann þó ekki hafa heyrt frá neinum úr félaginu fyrir utan Damir Muminovic, leikmann liðsins.
Guðmundur lék á láni með Breiðabliki síðari hluta tímabils og var hann þar liðsfélagi Damirs. Samningur Damirs við Breiðablik rann út eftir tímabil og gekk hann til liðs við Grindavík.
„Nei, eini maðurinn sem hefur heyrt í mér frá Grindavík er Damir. Ég var mikið með honum í haust og undir lok árs. Hann er alltaf eitthvað að pikka og pota í mig - segja mér að koma aftur. En ég hef ekkert heyrt frá neinum úr Grindavík,“ sagði Guðmundur í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag.
Guðmundur lék með Grindavík árið 2020 og skoraði hann sex mörk í fjórtán leikjum með liðinu í Lengjudeildinni. Grindavík endaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar á afstöðnu tímabili.
Athugasemdir



