Júlíus Mar Júlíusson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið til Noregs en KR hefur fengið tilboð frá norska úrvalsdeildarfélaginu Kristiansund í kappann.
Júlíus Mar er 21 árs miðvörður sem KR keypti frá Fjölni fyrir rúmu ári síðan.
Júlíus Mar er 21 árs miðvörður sem KR keypti frá Fjölni fyrir rúmu ári síðan.
Hann spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild á síðasta tímabili, alls 16 leiki og bar fyrirliðabandið hjá KR í nokkrum þeirra.
Hann er hluti af U21 landsliðinu og á alls sex leiki að baki fyrir yngri landsliðin.
Ef skiptin ganga í gegn verða tveir Íslendingar í leikmannahópi Kristiansund á komandi tímabili því Hrannar Snær Magnússon gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði, kom frá Aftureldingu. Kristiansund endaði í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir




