Jón Guðni Fjóluson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið til Breiðabliks þar sem hann verður aðstoðarmaður Ólafs Inga Skúlasonar.
Jón Guðni er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður og lék hann samkvæmt Transfermarkt fimm leiki með Ólafi Inga á ferlinum, alla með A-landsliðinu. Þeir voru reglulega saman í landsliðshópum á árunum 2010-18.
Jón Guðni er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður og lék hann samkvæmt Transfermarkt fimm leiki með Ólafi Inga á ferlinum, alla með A-landsliðinu. Þeir voru reglulega saman í landsliðshópum á árunum 2010-18.
Jón Guðni lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2024 með Víkingi. Hann hefur síðan verið að þjálfa yngri flokka, nú síðast hjá HK. Hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá Leikni í vetur.
Jón Guðni tekur við stöðu aðstoðarþjálfara af Arnóri Sveini Aðalsteinssyni sem hætti eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir


