Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. nóvember 2019 16:14
Brynjar Ingi Erluson
Sigurbergur Elísson aftur í Keflavík (Staðfest)
Eysteinn Húni Hauksson, Sigurbergur Elísson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Eysteinn Húni Hauksson, Sigurbergur Elísson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Heimasíða Keflavíkur
Sigurbergur Elísson er kominn aftur til Keflavíkur en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Sigurbergur, sem er fæddur árið 1992, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 101 leik og skorað 17 mörk í deild- og bikar með liðinu.

Hann spilaði með Reyni Sandgerði í 3. deildinni í sumar þar sem hann lék 14 leiki og skoraði 1 mark. Hann neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun á síðasta ári vegna þrálátra meiðsla en eftir að hann jafnaði sig þá ákvað hann að taka slaginn með Reyni.

Nú er ljóst að Sigurbergur mun spila með Keflvíkingum í Inkasso-deildinni næsta sumar. Mikill fengur fyrir liðið sem hefur einnig fengið Andra Fannar Freysson og Sigurberg Bjarnason frá Njarðvík.

Keflavík hafnaði í 5. sæti Inkasso-deildarinnar með 34 stig í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner