Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. nóvember 2019 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum úrvalsdeildardómari: Vítaspyrna aldrei möguleiki
Leikmenn Man City ræða við Michael Oliver.
Leikmenn Man City ræða við Michael Oliver.
Mynd: Getty Images
Bobby Madley, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, tjáði sig á Twitter um fyrsta mark Liverpool í 3-1 sigrinum á Manchester City í stórleik sem var að klárast.

City-menn voru mjög ósáttir við fyrsta markið sem Fabinho skoraði.

Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu skömmu áður er Trent Alexander-Arnold handlék knöttinn.

Liverpool fór í sókn og þar skoraði Fabinho með skoti af löngu færi í vinstra hornið.

Madley segir að vítaspyrna hafi aldrei verið möguleiki í stöðunni þar sem boltinn fór í hendi Bernardo Silva, leikmanns Man City, áður en hann fór í hendi Alexander-Arnold.

„Silva fékk boltann (óvart) í höndina áður en hann fór í höndina TAA. Það hefði verið dæmt á Silva jafnvel þó svo að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hendi á sóknarmann þarf ekki að vera viljandi," skrifaði Madley á Twitter.

„Vítaspyrna var aldrei möguleiki þar sem boltinn fór í höndina á Silva í aðdragandanum."

hérna má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner