Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. nóvember 2019 12:56
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill fyrsti erlendi leikmaður Kolos Kovalivka (Staðfest)
Árni í treyju Kolos Kovalivka.
Árni í treyju Kolos Kovalivka.
Mynd: Kolos Kovalivka
Árni Vilhjálmsson samdi í dag við úkraínska félagið Kolos Kovalivka en samningurinn er út næsta tímabil.

Þetta er sögulegur samningur fyrir Kolos Kovalivka en Árni er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem gengir í raðir félagsins í sögu þess. Félagið var stofnað 2012.

Liðið er nýliði í efstu deild í Úkraínu og er í 8. sæti af 12 liðum þegar þrettán umferðum er lokið. Liðið hefur tapað sjö leikjum í röð í öllum keppnum en Árni á að hjálpa því að fara að safna stigum að nýju.

Árni, sem er sóknarleikmaður, fær treyju númer 77.

Hinn 25 ára gamli Árni hefur verið án félags undanfarnar vikur eftir að hann rifti samningi sínum við Termalica Nieciecza í Póllandi.

Fyrr á þessu ári var Árni á láni hjá Chornomorets Odesa í Úkraínu en hann skoraði sjö mörk í tólf leikjum í úrvalsdeildinni þar í landi og vakti athygli fyrir frammistöðu sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner