mán 02. desember 2019 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Ballon d'Or: Rapinoe best í kvennaflokki
Mynd: Getty Images
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe er besta knattspyrnukona heims. Hún hlaut Gullknöttinn í kvöld eftir að hafa átt stórkostlegt ár.

Hún vann HM með bandaríska landsliðinu og var valin sem besti leikmaður mótsins. Þá var hún einnig markahæst og hlaut nafnbótina leikmaður ársins frá FIFA.

Rapinoe varð 34 ára gömul í sumar og hefur leikið fyrir Reign FC undanfarin sex ár. Hún hefur gert 50 mörk í 160 landsleikjum fyrir Bandaríkin.

Norska landsliðskonan Ada Hegerberg, sem missti af HM í sumar vegna mótmæla, var ekki meðal þriggju atkvæðamestu í kvennaflokki. Hún var best í fyrra og er af mörgum talin besta knattspyrnukona heims þrátt fyrir frábært ár Rapinoe.

Enska landsliðskonan Lucy Bronze endaði í öðru sæti og fékk Alex Morgan frá Bandaríkjunum bronsið.

Topp 3:
1. Megan Rapinoe (Reign FC)
2. Lucy Bronze (Lyon)
3. Alex Morgan (Orlando Pride)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner