Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. desember 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba neitaði að taka sjálfu með Mbappe fyrir tíu árum
Mynd: Getty Images
Verðlaunaafhending Ballon D'Or er í fullum gangi og er Didier Drogba kynnir.

Afhendingin fer fram í París og er Kylian Mbappe á svæðinu, en hann er sjötti besti knattspyrnumaður heims samkvæmt fréttamönnum.

Drogba rifjaði upp þegar Chelsea tapaði fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2009. Hann var brjálaður út af dómgæslunni í leiknum og hætti þess vegna við að taka sjálfu með ungum aðdáanda að leikslokum, þrátt fyrir að hafa lofað vini sínum að gera það. Aðdáandinn ungi var enginn annar en Mbappe.

Drogba ákvað því að bæta upp fyrir mistök sín og fékk Mbappe upp á svið til sín til að taka sjálfu rúmum áratugi síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner