Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 10:19
Elvar Geir Magnússon
Víðir valdi Van Dijk bestan - Messi vann með sjö stigum
Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu.
Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hjá Barcelona vann Ballon d'Or gullknöttinn í sjötta sinn í gærkvöldi. Argentínski snillingurinn hafði betur en hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk hjá Liverpool sem endaði í öðru sæti.

Messi hlaut alls 686 stig en Van Dijk, sem hefði endað efstur ef aðeins hefði verið talin atkvæði frá Evrópu og Asíu, fékk 679 stig.

Einn íþróttafréttamaður frá hverju landi er með atkvæðisrétt en Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu kýs fyrir Ísland.

Víðir var með Van Dijk efstan, Messi númer tvö og Cristiano Ronaldo númer þrjú. Svo kom Salah númer fjögur og Mbappe fimm á lista hans.

Stigagjöfin í heild:
1. Lionel Messi - 686
2. Virgil van Dijk - 679
3. Cristiano Ronaldo - 476
4. Sadio Mane - 347
5. Mohamed Salah 178
6. Kylian Mbappe 89
7. Alisson - 67
8. Robert Lewandowski - 44
9. Bernardo Silva - 41
10. Riyad Mahrez - 33
11. Frenkie de Jong - 31
12. Raheem Sterling - 30
13. Eden Hazard - 25
14. Kevin de Bruyne - 14
15. Matthijs de Ligt - 13
16. Sergio Aguero -12
17. Roberto Firmino - 11
18. Antoine Griezmann - 9
19. Trent Alexander-Arnold - 8
20= Dusan Tadic - 5
20= Pierre-Emerick Aubameyang - 5
22. Son Heung-min - 4
23. Hugo Lloris - 3
24= Kalidou Koulibaly - 2
24= Marc-Andre ter Stegen - 2
26= Karim Benzema - 1
26= Gini Wijnaldum - 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner