Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 04. desember 2019 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
England: Mane og Origi afgreiddu Everton
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool 5 - 2 Everton
1-0 Divock Origi ('6)
2-0 Xherdan Shaqiri ('17)
2-1 Michael Keane ('21)
3-1 Divock Origi ('31)
4-1 Sadio Mane ('45)
4-2 Richarlison ('45)
5-2 Georginio Wijnaldum ('90)

Liverpool var rétt í þessu að ljúka við að rassskella nágranna sína í Everton í hörkuleik.

Divock Origi og Xherdan Shaqiri fengu tækifæri með byrjunarliðinu og voru Mohamed Salah og Roberto Firmino settir á bekkinn. Þeir fyrrnefndu svöruðu kallinu og voru báðir búnir að skora á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Báðir skoruðu þeir eftir undirbúning frá Sadio Mane í glæsilegum skyndisóknum. Michael Keane minnkaði muninn skömmu síðar en Origi var aftur á ferðinni á 31. mínútu og staðan orðin 3-1.

Annað mark Origi var glæsilegt, þar sem hann stakk vörn Everton af eftir frábæra langa sendingu frá Dejan Lovren. Origi átti fullkomna fyrstu snertingu á boltanum og kláraði færið afar laglega.

Mane bætti fjórða marki heimamanna við rétt fyrir leikhlé og minnkaði Richarlison muninn á nýjan leik skömmu síðar.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton og lék allan leikinn en tókst ekki að minnka muninn eftir leikhlé frekar en liðsfélögum hans.

Georginio Wijnaldum kláraði leikinn með marki á 90. mínútu. Lokatölur 5-2 og Liverpool áfram með 8 stiga forystu á toppinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner