Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Keflavík lagði Fjölni
Tómas og Valur, markaskorarar Keflavíkur.
Tómas og Valur, markaskorarar Keflavíkur.
Mynd: Jón Örvar Arason
Keflavík vann Fjölnir í æfingaleik á miðvikudagskvöld, 2-1. Keflavík leikur í Inkasso-deildinni á komandi leiktíð á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max-deildinni.

Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik og skoruðu Tómas Óskarsson og Valur Hákonarson mörk Keflavíkur. Markið sem Valur skoraði var fyrsta snerting leikmannsins í leiknum.

Í Egilshöll mættust ÍR og Fram æfingaleik á miðvikudagskvöld, leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Fram leikur í Inkasso-deildinni á komandi leiktíð en ÍR í 2. deild.

Mörk ÍR skoruðu þeir Róbert Andri Ómarsson og Ari Viðarsson.

Þá sigraði KH lið Augnabliks, 4-2 á Friðriksvelli í gærkvöldi. Eyþór Örn Þorvaldsson skoraði tvö mörk fyrir KH, Númi skoraði eitt mark líkt og Viktor Daði. Augnablik og KH léku bæði í 3. deildinni á liðnu tímabili.





Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner