Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. desember 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
Howe líður vandræðalega yfir Everton sögusögnum
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segist líða vandræðalega yfir að vera einn af þeim sem er orðaður við stjórastöðuna hjá Everton eftir brottrekstur Marco Silva.

Bournemouth hefur tapað fjórum leikjum í röð undanfarnar vikur.

„Fyrst og fremst er ég mjög svekktur fyrir hönd Marco. Í öðru lagi er ég 100% skuldbundinn þessu félagi og mér líður frekar vandræðalega yfir þessum sögusögnum í hreinskilni sagt, eftir úrslit okkar að undanförnu," sagði Howe.

„Þetta kemur allt saman á slæmum tíma því að fólk spyr sig hvort að eitthvað utanaðkomandi sé að trufla vinnuna mína?"

„Ég les hins vegar ekki allt kjaftæðið sem er í gangi. Ég einbeiti mér að leikmönnum mínum og æfingum. Það er allt sem ég hef að segja um þetta."

Athugasemdir
banner
banner