Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. október 2005 16:55
U19 ára lið Íslands óheppið að tapa gegn Króötum
Bjarni Þór Viðarsson sem er hér til vinstri skoraði fyrir Ísland í dag
Bjarni Þór Viðarsson sem er hér til vinstri skoraði fyrir Ísland í dag
Króatar gerðu dramatískt sigurmark gegn Íslandi á lokamínútunni í undankeppni EM U19 landsliða karla, en liðin mættust í Sarajevo í Bosníu í dag. Íslenska liðið á því ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Bjarni Þór Viðarsson náði forystunni fyrir íslenska liðið eftir 18 mínútna leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Ókkar piltar voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna.

Króatar sóttu af miklum krafti framan af síðari hálfleik og uppskáru tvö mörk met stuttu millibili, á 55. og 60. mínútu. Íslenska liðið lagði ekki árar í bát og Arnór Smárason jafnaði metin þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka.

Þegar allt leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan náðu Króatar að skora sigurmark á lokasekúndum leiksins og þar með er ljóst að íslenska liðið er úr leik.

Bæði Ísland og Bosnía/Hersegóvína eru án stiga eftir tvær umferðir, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni á föstudag.

Króatar og Búlgarar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru þessi lið komin áfram í milliriðla, en þau mætast þó í úrslitaleik um efsta sæti þessa riðils í lokaumferðinni.

Af heimasíðu KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner