Englendingurinn Marcus Rashford segist ekki vera að hugsa um það að snúa aftur til Manchester United eftir tímabilið og að hans hugur sé hjá Barcelona.
Barcelona fékk Rashford á láni frá Man Utd í sumar með 25 milljóna punda kaupmöguleika.
Framherjinn hefur komið að átján mörkum í 24 leikjum með Börsungum og talið líklegt að félagið vilji gera skiptin varanleg og er Rashford ekkert á því að snúa aftur til uppeldisfélagsins.
„Hvar liggur framtíð mín? Ég vil vera áfram hjá Barcelona. Það er markmið mitt, en það er ekki ástæðan fyrir því að ég legg mig allan fram á æfingum og gef allt mitt í þetta.“
„Markmiðið er að vinna. Barcelona er risastórt og yndislegt félag sem er byggt til að vinna titla,“ sagði Rashford.
Það gekk upp og ofan á tíma Rashford hjá United. Hann átti nokkur stórkostleg tímabil, en svo komu tímabil þar sem hann var ólíkur sjálfum sér og oft gagnrýndur fyrir að vera ekki með hugann við efnið. Hann virðist hafa fundið sinn griðarstað og búinn að vinna sig aftur inn í enska landsliðshópinn.
Athugasemdir



