Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 18. júlí 2006 21:17
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Landsbankadeildin: Blikar með mikilvægan sigur
Marel skoraði sigurmark Blika í Eyjum í kvöld
Marel skoraði sigurmark Blika í Eyjum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tómaz Þór Veruson
Þrír leikir fórum fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Í Vestmannaeyjum skoraði Marel Baldvinsson eina mark leiksins þegar Breiðablik lagði ÍBV. Með sigrinum komust Blika upp fyrir ÍA í áttunda sætið og skildu Vestmannaeyinga eina á botninum.

Í Grindavík gerðu heimamenn 1-1 jafntefli við Fylki. Páll Einarsson kom Árbæingum yfir en Ray Anthony Jónsson jafnaði metin.

Sömu úrslit voru í Víkinni þar sem Víkingur gerði jafntefli við Keflvíkinga. Guðmundur Steinarsson kom gestunum yfir en Viktor Bjarki Arnarson jafnaði fyrir Víkinga.

Okkar menn voru á vellinum og er nánari umfjöllun um leikina ásamt myndum væntanleg í hús síðar í kvöld.Grindavík 1-1 Fylkir
0-1 Páll Einarsson
1-1 Ray Anthony Jónsson

ÍBV 0-1 Breiðablik
0-1 Marel Baldvinsson

Víkingur 1-1 Keflavík
0-1 Guðmundur Steinarsson
1-1 Viktor Bjarki Arnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner