Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. september 2006 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 5/12: Flestir ánægðir með landsliðsþjálfarann
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Íslands í leik með Hertha Berlin í Þýskalandi á þeim tíma er hann var enn leikmaður.
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Íslands í leik með Hertha Berlin í Þýskalandi á þeim tíma er hann var enn leikmaður.
Mynd: Getty Images
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Íslands nýtur stuðnings meirihluta leikmanna Landsbankadeildarinnar en í könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja kemur fram að 51% leikmannana eru sáttir við núverandi þjálfara.

11% leikmannana segjast ekki vera sáttir við landsliðsþjálfarann en 38% hafa ekki skoðun á þessu málefni.

Eyjólfur Sverrisson var ráðinn landsliðsþjálfari 14. október síðastliðinn eftir að hafa áður þjálfað U21 árs landslið Íslands.

Undir hans stjórn hefur liðið nú leikið fjóra leiki, unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað tveimur en hafa ber í huga að tveir þessara leikja voru vináttuleikir.

Undir hans stjórn skaust liðið upp um 19 sæti á Heimslista FIFA nú á dögunum.

Ertu sáttur með núverandi landsliðsþjálfara?
Já 51%
Nei 11%
Hef ekki skoðun 38%

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.

Sjá einnig:
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Landsbankadeild 2/12: Flestir töldu Tryggva bestan
Landsbankadeild 3/12: Flestir ætla að spila áfram þó lið þeirra falli
Landsbankadeild 4/12: Flestir leika í adidas skóm
Athugasemdir
banner