mið 30. apríl 2008 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 11. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fjölnir verði í 11. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar og falli þar með aftur niður í 1. deildina. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fjölnir fékk 48 stig út úr þessu.



Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari,  Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR,  Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings,  Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari,  Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

Hvað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.

Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Fjölni.

Um Fjölni:
Ég sá nokkra leiki með Fjölni í fyrra sem voru frábær skemmtun. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af því að halda markinu sínu hreinu heldur einfaldlega skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Fjölnir er mjög athyglisvert lið með skemmtilega blöndu af leikmönnum. Ég tel að byrjun mótsins hafi mjög mikið að segja fyrir framhaldið hjá þeim því að hæfileikarnir eru til staðar en reynslan er kannski takmörkuð hjá mörgum þeirra.

Styrkleikar:
Þeir eru með fullt af sprækum strákum og hafa fengið flotta leikmenn með góða reynslu til liðs við sig sem ættu að geta hjálpað þeim heilmikið í baráttunni í efstu deild. Þeirra koma pressulausir til leiks og það verður án efa stemning í kringum liðið.

Veikleikar
Reynsluleysið er kannski helsti veikleikinn. Reyndar má kannski segja að þegar félagið kemur svona í fyrsta skipti upp þá vegi aukin spenna og eftirvænting upp á móti reynsluleysinu. Varnarleikur liðsins verður að vera öflugri heldur en á síðasta tímabili því mörkin munu örugglega koma.

Gaman að fylgjast með
Það verður virkilega gaman að fylgjast með Tómasi Leifssyni og sjá hvort hann springi ekki út í sumar og stríði varnarmönnum hægri, vinstri.

Lykilmaður
Magnús Ingi verður einn af lykilmönnum Fjölnis ásamt Óla Stefáni og Óla Palla..


Þjálfarinn:
Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson þjálfar lið Fjölnis fjórða árið í röð en undir hans stjórn átti liðið frábært sumar á síðustu leiktíð og auk þess að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni komust þeir í úrslitaleik VISA-bikarsins.  Ásmundur er Húsvíkingur og sumarið 2003 kom hann Völsungi upp í 1. deild en hætti með liðið eftir tímabilið 2004 og tók þá við Fjölni. Litlu munaði að þeir færu upp haustið 2006 en það tókst svo í fyrrasumar er liðið endaði í þriðja sæti 1. deildar.



 
Líklegt byrjunarlið Fjölnis í upphafi móts:



Völlurinn:
Fjölnir leikur sína heimaleiki á Fjölnisvelli í Grafarvogi.  Völlurinn hefur haft áhorfendaastöðu á trébekkjum við íþróttamiðstöðina í Grafarvoginum en félagið fær undanþágu til þátttöku í Landsbankadeildinni í sumar gegn því að koma upp 500 sætum í bráðabirgðastúku gegnt henni. 
.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Fjölnis eru Eggert Skúlason fjölmiðlamaður og talsmaður Eiðs Smára, Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Spáin
nr. Lið Stig
1
-
-
2
-
-
3
-
-
4
-
-
5
-
-
6
-
-
7
-
-
8
-
-
9
-
-
10
-
-
11 Fjölnir 48
12 Grindavík 24


Um félagið

Fjölnir

Stofnað 1988

Búningar:
Errea

Aðalbúningur:

Gul treyja, gular buxur, gulir sokkar

Varabúningur:
Dökkblá treyja, dökk bláar buxur, dökkbláir sokkar

Opinber vefsíða:
Fjölnir.is



Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Óli Stefán Flóventsson úr Grindavík
Ágúst Gylfason úr KR
Ólafur Páll Snorrason úr FH
Eyþór Atli Einarsson úr Grindavík
Hrafn Davíðsson úr ÍBV
Kristján Hauksson úr Val (á láni)
Andri Valur Ívarsson úr Val
Farnir frá síðasta sumri:
Heimir Snær Guðmundsson í FH (Til baka úr láni)
Atli Viðar Björnsson í FH (Til baka úr láni)
Ragnar Heimir Gunnarsson í Hvöt
Sigmundur Pétur Ástþórsson hættur 
Einar Markús Einarsson, hættur

Leikmenn Fjölnis
nr. Nafn Staða
1. Þórður Ingason Markvörður
2. Gunnar Valur Gunnarsson Varnarmaður
3. Pétur Georg Markan Framherji
4. Gunnar Már Guðmundss. Miðjumaður
5. Ómar Hákonarson Framherji
6. Ólafur Páll Johnson Framherji
7. Ágúst Gylfason Miðjumaður
8. Magnús Ingi Einarsson Varnarmaður
9. Ólafur Páll Snorrason  Framherji
10. Ásgeir Aron Ásgeirsson Varnarmaður
11. Tómas Leifsson Framherji
12. Hrafn Davíðsson Markvörður
14. Steinar Gunnarsson Markvörður
15. Haukur Lárusson  Varnarmaður
16. Halldór Freyr Ásgrímsson Framherji
17. Óli Stefán Flóventsson Varnarmaður
18 Kristinn Freyr Sigurðsson Miðjumaður
19. Davíð Þór Rúnarsson Framherji
20. Illugi Gunnarsson Miðjumaður
21. Kristján Hauksson Varnarmaður
22. Eyþór Atli Einarsson Varnarmaður
23. Andri Valur Ívarsson Framherji
24. Matthías Björnsson Varnarmaður
25. Geir Kristinsson Varnarmaður
26. Kolbeinn Kristinsson  Varnarmaður

Leikir Fjölnis
Dags: Tími Leikur
10. maí 14:00 Þróttur - Fjölnir
15. maí 19:15 Fjölnir - KR
19. maí 20:00 Grindavík - Fjölnir
25. maí 19:15 Valur - Fjölnir
2. júní 19:15 Fjölnir - Breiðablik
8. júní 14:00 FH - Fjölnir
11. júní 19:15 Fjölnir - Fylkir
16. júní 19:15 Fjölnir - Fram
23. júní 19:15 Keflavík - Fjölnir
7. júlí 19:15 HK - Fjölnir
13. júlí 19:15 Fjölnir - ÍA
21. júlí 19:15 Fjölnir - Þróttur
29. júlí 19:15 KR - Fjölnir
7. ágúst 19:15 Fjölnir - Grindavík
11. ágúst 19:15 Fjölnir - Valur
17. ágúst 19:15 Breiðablik - Fjölnir
24. ágúst 18:00 Fjölnir - FH
28. ágúst 20:00 Fram - Fjölnir
13. sept 16:00 Fjölnir - Keflavík
18. sept 17:15 Fylkir - Fjölnir
21. sept 16:00 Fjölnir - HK
27. sept 14:00 ÍA - Fjölnir

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner