Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. mars 2021 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Hasenhüttl: Ekki nóg að vera með 30 stig til að halda sér uppi
Ralph Hasenhüttl
Ralph Hasenhüttl
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhüttl, stjóri Southampton, var súr á svip eftir 1-0 tapið gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hefur ekki unnið leik síðan liðið vann Liverpool í byrjun janúar.

Richarlison skoraði eina mark leiksins í kvöld eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni en Everton er nú komið upp að hlið LIverpool á meðan Southampton er í basli og situr í 14. sæti deildarinnar með 30 stig.

Síðasti sigur Southampton kom gegn Liverpool þann 4. janúar en Hasenhüttl segir að liðið þurfi fleiri stig.

„Við erum á því augnabliki þar sem við getum ekki skorað mörk og það gerir það erfiðara fyrir okkur að vinna. Við erum í basli með að koma boltanum í netið og það tvinnar saman meiðslavandræðin og gengi okkar í síðustu leikjum en ég sá lið sem er að berjast fram að síðustu mínútu. Ég sá anda," sagði Hasenhüttl.

„Við erum ekki nógu beinskeittir á síðasta þriðjungnum. Við áttum nokkur góð augnablik í fyrri hálfleiknum en gátum ekki komið boltanum í netið þegar við erum í færi til þess."

„Það vita allir að ná í fyrsta sigurinn er það mikilvægasta og við erum að berjast fyrir því. Það var hægt að sjá það hjá strákunum í kvöld. Það var mikilvægt fyrir mig að sjá að Stuart Armstrong getur spilað í sexunni með Oriel Romeu sem er meiddur út tímabilið."

„Þrjátíu stig er ekki nóg til að halda sætinu í deildinni og við þurfum stig. Kannski tekst það næstu helgi en það er mikilvægur leikur í hverri viku. Það skiptir ekki máli hverjum við mætum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner