Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef við höldum okkur uppi er það eins og að vinna þrennuna"
Mynd: EPA

Nýliðarnir í Luton eru í harðri fallbaráttu en Rob Edwards stjóri liðsins er bjartsýnn á að liðið haldi sér uppi.


Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti eftir að Everton færðist upp töfluna eftir að refsingin þeirra var milduð.

„Við erum í baráttunni, þegar við stefndum á að fara upp í fyrra talaði ég um að vera í baráttunni þegar fimm leikir eru eftir, þetta er ekkert öðruvísi," sagði Edwards.

„Við höfum mikla trú. Mér hefur litist vel á okkur síðan í Brentford leiknum. Þetta er ekki fullkomið, við höfum fengið of mörg mörk á okkur en ég er bjartsýnn. Ef við höldum okkur uppi er það eins og að vinna þrennuna, okkar útgáfa af því. Við viljum vaxa, það er langtíma plan og ef okkur tekst þetta í ár getum við haldið bjartsýnir áfram."

Luton mætir Aston Villa á morgun en Nottingham Forest sem er í 17. sæti fær topplið Liverpool í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner