Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. apríl 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ajax segir upp samningi Nouri - Halda áfram að aðstoða
Mynd: Getty Images
Ajax ætlar að segja upp samningi sínum við Abdelhak Nouri. Þann 1. apríl (í dag) fara samningar sjálfkrafa í framlengingu ef viðkomandi klásúla er í samningi leikmanna en Ajax ætlar að segja upp samningi við Nouri.

Nouri vaknaði á dögunum eftir að hafa verið í dái frá því að hann lenti í slysi árið 2017. Nouri varð fyrir heilaskaða og mun aldrei ná að lifa sjálfstæðu lífi.

Bróðir Nouri segir Abdelhak, eða Appie eins og hann er oftast kallaður, vera á réttri leið en hann sé þó ekki að tala eða ganga um.

Abedlhak var í dái í tvö ár, átta mánuði og nítján daga. Á meðan hann var í dái hélt Ajax samningi hans í gildi. Nú hefur félagið þó sagt upp samningi leikmannsins en ætlar þó áfram að styðja við bakið á honum. Félagið vill semja upp á nýtt með breyttum forsendum til að halda áfram að styðja við Nouri og hans baráttu.

Árið 2018 samþykkti félagið að aðstoða við sjúkrakostnað út líf Nouri svo að þessi breyting á samningi er ekki gerð til að losa félagið undan því sem félagið samdi um árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner