Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 01. apríl 2023 13:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: City gekk frá Liverpool í síðari hálfleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester City 4 - 1 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('17 )
1-1 Julian Alvarez ('27 )
2-1 Kevin De Bruyne ('46 )
3-1 Ilkay Gundogan ('53 )
4-1 Jack Grealish ('74 )


Manchester City valtaði yfir Liverpool í stórleik dagsins í enska boltanum.

Liverpool byrjaði þó betur en Mohamed Salah kom liðinu yfir eftir stundarfjórðung eftir glæsilega skyndisókn.

City var ekki lengi að jafna metin en þar var að verki Julian Alvarez sem var í byrjunarliðinu á kostnað Erling Haaland em var fjarverandi vegna meiðsla.

Staðan var jöfn í hálfleik en City gekk frá Liverpool í þeim síðari. Kevin de Bruyne skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks strax í upphafi, Ilkay Gundogan skoraði þriðja mark liðsins eftir að Liverpool mönnum gekk illa að hreinsa boltann úr vítateignum.

Eftir það mark róaðist aðeins yfir leiknum en Jurgen Klopp reyndi svo að hrista vel upp í sínu liði þegar hann gerði fjórfalda skiptingu. Kostas Tsimikas, Roberto Firmino, Darwin Nunez og Alex Oxlade Chamberlain komu inn á.

Andy Robertson, Diogo Jota, Mohamed Salah og Harvey Elliott fóru af velli.

Fjórum mínútum síðar gerði Jack Grealish hins vegar út um leikinn með fjórða marki City.

City er því búið að minnka bilið á Arsenal í fimm stig í bili að minnsta kosti en Liverpool er áfram sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner