Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. apríl 2023 13:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish eyddi hálfleiknum á klósettinu
Mynd: Getty Images

Manchester City gekk frá Liverpool í síðari hálfleik en liðið vann 4-1 eftir að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik.


Jack Grealish var maður leiksins en hann lagði upp fyrsta mark liðsins og skoraði síðasta markið sjálfur.

Hann var eðlilega léttur í leikslok en hann greindi frá því í viðtali við BT Sport eftir leikinn að hann hafi verið á klósettinu í hálfleik. Hann var spurður út í það hvað hafi verið sagt í klefanum í hálfleik.

„Ég veit að ekki, ég var á klósettinu, ég var eitthvað slappur í allan morgun. Ég var gríðarlega sáttur í lok leiks og líður ágætlega núna," sagði Grealish.

Grealish hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í City búningnum en hann hefur ekki staðið undir 100 milljón punda verðmiðanum en hann sagði í viðtalinu að honum liði eins og hann væri kominn í sitt besta form.


Athugasemdir
banner
banner