Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Camavinga tekur annað tímabil með Rennes
Camavinga í leik gegn Paris Saint-Germain.
Camavinga í leik gegn Paris Saint-Germain.
Mynd: Getty Images
Nicolas Holveck, forseti franska úrvalsdeildarfélagsins Rennes, útilokar það að miðjumaðurinn efnilegi Eduardo Camavinga sé á förum frá félaginu í sumar.

Camavinga hefur verið hvað mest orðaður við spænska stórveldið Real Madrid.

Holveck segir hins vegar að Camavinga muni spila annað tímabil með Rennes.

„Verkefni Eduardo Camavinga er að halda áfram að þróast sem leikmaður hjá Rennes," sagði Holveck við RTL.

Camavinga, sem er 17 ára, spilaði 36 leiki með Rennes í öllum keppnum áður en keppni í Frakklandi var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Miklar vonir eru bundnar við hann fyrir framtíðina.

Sjá einnig:
„Camavinga hefur allt sem þarf til að spila fyrir Real Madrid"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner