Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HB vann toppslaginn í Færeyjum - Mjög óvænt tap Midtjylland
Rene Joensen skoraði tvö fyrir HB.
Rene Joensen skoraði tvö fyrir HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var stórleikur í færeysku úrvalsdeildinni í dag þegar HB heimsótti B36 í Gundadal.

Fyrir leikinn voru bæði lið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en það er HB sem trónir á toppnum. Þeim tókst að vinna flottan sigur án stjörnuleikmanns síns, Adrian Justinussen, sem er meiddur.

B36 komst tvisvar yfir, en tvisvar jafnaði HB. Það var svo Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, sem gekk frá leiknum eftir að B36 hafði misst mann af velli með rautt spjald.

HB er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en B36 þarf að gera annað sætið sér að góðu eins og staðan er núna.

Midtjylland, topplið dönsku úrvalsdeildarinnar, tapaði mjög óvænt á heimavelli gegn Horsens, 1-0, í dag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og spilaði 58 mínútur. Eina mark leiksins kom á 36. mínútu.

Midtjylland er áfram á toppi dönsku deildarinnar með 12 stiga forystu á FC Kaupmannahöfn, sem getur minnkað bilið í leik gegn Lyngby sem var að hefjast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner