Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 01. júlí 2020 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sverrir Ingi í tapliði - Krasnodar heldur þriðja sætinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK tapaði gegn AEK frá Aþenu í toppbaráttu gríska boltans.

AEK átti betri fyrri hálfleik og verðskuldaði að fara inn í leikhlé með forystu eftir mark Dmytro Chygrynskiy.

Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en lítið um færi. Marko Livaja gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

PAOK og AEK eru jöfn í 2-3. sæti deildarinnar eftir leikinn, en PAOK fékk sjö mínusstig í refsingu fyrr á tímabilinu. Liðið sem endar í öðru sæti fer í Meistaradeildina og þriðja sætið fer í Evrópudeildina.

PAOK 0 - 2 AEK
0-1 Dmytro Chygrynskiy ('42)
0-2 Marko Livaja ('81, víti)

Jón Guðni Fjóluson sat þá á bekknum og horfði á Krasnodar gera jafntefli FK Rostov í rússnesku Evrópubaráttunni.

Krasnodar hélt þriðja sætinu og er þremur stigum fyrir ofan Rostov. Þriðja sætið gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar en fjórða sætið í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Krasnodar er þremur stigum frá Lokomotiv Moskvu í öðru sæti og á leik til góða. Annað sætið gefur þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FK Rostov 1 - 1 Krasnodar
0-1 Marcus Berg ('13)
1-1 Ivelin Popov ('100)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir