Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Voru Gróttumenn rændir marki gegn Fylki?
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net birti í dag leikgreiningu frá Arnari Hallssyni eftir leik Fylkis og Gróttu á mánudag.

Fylkir hafði betur 2-0 í leiknum en í stöðunni 0-0 á 21. mínútu gerðist umdeilt atvik.

Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómari 1, flaggaði þá rangstöðu á Axel Sigurðarson.

„Svo virðist vera sem ranglega hafi verið dæmt mark af Gróttu á 21 mínútu leiksins. Axel Sigurðarson er á bakvið hægri bakvörðinn efst á myndinni og Daði Ólafsson spilar hann líka réttstæðan. Engu að síður er hann flaggaður rangstæður og markið dæmt af. Athyglivert hefði verið að vita hvernig leikurinn hefði þróast hefði markið staðið," sagði Arnar í leikgreiningu sinni.

Smelltu hér til að lesa leikgreininguna og sjá mynd af atvikinu
Athugasemdir
banner
banner