Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Barcelona undirbýr tilboð í Raphinha - De Ligt færist nær Chelsea
Powerade
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: EPA
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Heimasíða Man Utd
Benoit Badiashile.
Benoit Badiashile.
Mynd: Getty Images
Raphinha, De Ligt, Ake, Firmino og Kimpembe eru meðal leikmanna í slúðurpakkanum á þessum fyrsta degi júlímánaðar.

Barcelona er tilbúið að gera allt að 60 milljóna punda tilboð í Raphinha (25), vængmann Leeds, en félagið er í samkeppni við Chelsea um brasilíska landsliðsmanninn. (Times)

Chelsea færist í rétta átt í viðræðum um Matthijs de Ligt (22) en Juventus vill að 102 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hollenska varnarmannsins verði virkjað. (Telegraph)

Juventus hefur áhuga á að þýski sóknarmaðurinn Timo Werner (26) verði notaður sem hluti af tilboði Chelsea í De Ligt. Félögin hafa ekki náð samkomulagi um kaupverð. (Mail)

Chelsea hefur áfram áhuga á Presnel Kimpembe (26), franska landsliðsvarnarmanninum hjá PSG. Frakklandsmeistararnir vilja fá nýjan miðvörð. (Goal)

Manchester City mun aðeins selja varnarmanninn Nathan Ake (27) ef félagið er með arftaka kláran. Hollenski landsliðsmaðurinn er orðaður við endurkomu til Chelsea. (Manchester Evening News)

Viðræður Tottenham um kaup á enska hægri bakverðinum Djed Spence (21) frá Middlesbrough eru komnar vel á veg. Rætt er um 15 milljóna punda kaupverð sem gæti hækkað eftir ákveðnum ákvæðum. (Calciomercato)

Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata (29), sem hefur verið orðaður við Arsenal, snýr aftur til Atletico Madrid en Juventus ákvað að kaupa hann ekki alfarið eftir lánsdvöl. (Goal)

Ajax hefur hafnað öðru tilboði frá Arsenal upp á 38 milljónir punda í argentínska varnarmanninn Lisandro Martínez (24). Hollenska félagið vill fá 43 milljónir punda fyrir leikmanninn en tilboð er væntanlegt um helgina frá Manchester United. (Mail)

West Ham leggur aukna áherslu á að fá Jesse Lingard (29) á frjálsri sölu. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United gæti þó þurft að lækka launakröfur sínar. (Guardian)

Úlfarnir hafa unnið baráttuna um að halda Ruben Neves (25) en félög hafa ekki viljað ganga að 75 milljóna punda verðmiða á portúgalska landsliðsmanninum. (Sun)

Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips (26) fer í læknisskoðun hjá Manchester City í dag en Englandsmeistararnir kaupa hann frá Leeds United á 45 milljónir punda. (Sky Sports)

Manchester United hefur blandað sér í baráttu við Newcastle um franska varnarmanninn Benoit Badiashile (21) hjá Mónakó en hann er metinn á 50 milljónir punda. (Nice-Matin)

Argentínski markvörðurinn Sergio Romero (35) hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United, aðeins ári eftir að hann yfirgaf félagið og fór til Venezia á Ítalíu. (Manchester Evening News)

Brasilíski miðjumaðurinn Andreas Pereira (26) hjá Manchester United vill fara alfarið til Flamengo þar sem hann er á lánssamningi. Fulham og Crystal Palace hafa áhuga á honum. (Goal)

Nottingham Forest mun gera tilboð í enska vængbakvörðinn Harry Toffolo (26) hjá Huddersfield. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum. (Athletic)

Forest er einnig í viðræðum við Manchester City um bakvörðinn Issa Kabore (21), landsliðsmann Búrkína Fasó. (Guardian)

Newcastle er að tryggja sér enska unglingalandsliðsbakvörðinn Jordan Hackett (18) sem hefur yfirgefið Tottenham. (Sun)

Bayern München hefur hafnað þriðja tilboði Barcelona í pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (33) en þýsku meistararnir vilja 43 milljónir punda. (Bild)

Franski miðjumaðurinn Moussa Sissoko (32) er nálægt því að fara til franska félagsins Nantes á 1,8 milljón punda. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner