Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 01. júlí 2022 22:43
Ingi Snær Karlsson
Christopher Brazell: Lið eru bæði að vinna og tapa
Lengjudeildin
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Christopher Arthur Brazell, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Fyrst og fremst vonsvikin. Það er aldrei skemmtilegt að tapa og fá á sig mark." sagði Christopher Brazell eftir 1-0 tap gegn Kórdrengjum í Lengjudeild karla í kvöld.

„Það er mikið af leikjum núna og deild þéttskipuð. Lið eru bæði að vinna og tapa og ég sagði í síðustu viku þegar við unnum, við þurfum að vera góðir sigurvegarar og góðir taparar. Við töpuðum leiknum, við þurfum að bregðast rétt við."

Hvað fór úrskeiðis í dag?

„Ég vill ekki drepa þig úr leiðindum. Ég held að það sé auðvelt að kryfja leikinn til mergjar. Mér fannst strákarnir í Kórdrengjum vera með gott leikskipulag. Þeir settu það vel upp og framkvæmdu það vel. Mér fannst við standa okkur vel í sumu. Mér finnst ég hafa brugðist strákunum í dag, mér fannst leikskipulagið mitt ekkert sérstakt."

Aðspurður hvort Grótta ætli að sækja nýja leikmenn í glugganum hafði hann þetta að segja: „Ég held að við munum fá leikmenn, kannski einn kannski tvo. Eina ástæðan fyrir því að stundum er það nauðsynlegt. Kannski fer einn leikmaður eða leikmaður meiðist og þá þarf að fylla í það skarð."

Næsti leikur er við Fjölni, ert þú spenntur fyrir honum?

„Mjög spenntur, ef þú myndir segja við mig að við gætum spilað hann núna, myndi ég kannski ekki borga þér of mikið, ég þarf að spara en ég myndi spila hann strax."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir